Þetta áhugamál er kannski ekki alveg það virkasta hér. Og þó ekki það óvirkasta.

En til að hindra að það gerist verðum við að vera aðeins virkari við að tjá okkur, segja frá mótum sem hafa verið haldin (eða óhaldin, ef að það er hægt að skrifa e-ð um þau þá..), senda inn skákir, skákþrautir og fleira.

Ég ætlal að reyna að starta smá umræðu hér á þessum kork (þó að ég geri mér grein fyrir að það svari svona tveir í mesta lagi.. þrír ef heppnin blandast inní þetta).

En þar sem ég er óvenju forvitin manneskja *slefa forvitni* vil ég yfirheyra ykkur (þessa kannski tvo) sem að svara hér!

1. AFHVERJU byrjuðuð þið að tefla?

2. Í hvaða skákfélagi eruð þið.

3. Hvaða skákfélög vitið þið um þar sem að fólk sem er eldra en 15 ára getur sótt æfingar?

4. Hvort finnst ykkur vera betra með svart eða hvítt og hvað teflið þið með hvorum lit?

5. Dettur ykkur e-ð meira í hug sem að hægt er að spjalla hérna um?

6. Hvað er mesti kostnaður hjá ykkur vegna móts?

*korkur endar*