Nýlega skrifaði ég grein sem ég sendi inn. Wanganna hafnaði henni því hann hefði hækkað standardinn á greinunum. Eitt af því sem kom þar fram að það þyrfti að vera útskýringar á viðkomandi skák til að hún yrði samþykkt. Síðan lét hann eftirfarandi klausu fylgja á korki sem nefnist skákir!

Þessir standardar eru að þetta séu ekki 5-10 min skákir (nema ef þær eru vel tefldar og með flottri fléttu). Að það séu kanski einhverjar skákskýringar, aðalega þó með bestu og verstu leikjunum. Það að þetta séu ekki einhverjar illa tefldar hraðskákir er það minnsta sem hægt er að biðja um!

Í grein sem tiger13 sendi og nefnist skákir af ICC segir hann: Ég nenni ekki að taka skákirnar og semja skýringar svo ég læt þær koma í einni klessu.

Með virðingu fyrir grein tiger13 þá er engin skákskýring með þeim. Samkvæmt standardinum frá Wanganna hefði átt að hafna þessari grein, það er að segja ef hann myndi nú fara eftir þeim reglum sem hann setur. Þessar skákir eru misjafnar þó ég hafi gaman af að skoða þær. En það er alltaf hægt að læra af skákum annarra, ekki satt?

Því fer ég fram á það að ef á að hafna greinum út frá einhverjum standardi þá verði það látið jafnt ganga yfir alla.