Andersen byrjun hefst eftir 1. a3 og heitir eftir Adolf Andersen sem var einn af bestu skákmönnum heims um 1850. Andersen beitti þessari byrjun í einvígi við Paul Morpy.

Þeir eru ekki margir sem tefla Andersen byrjun en ég er einn af þeim og ég vil deila stúderingum mínum með ykkur Hugurunum….

Þegar ég tefli 1. a3 þá reyni ég að leika e3 eða e4 og b4 og koma svo biskupunum á löngu skálínurnar a2-g8, a1-h8 eða b1-h7 eftir þörfum því þeir verða sterkir þegar búið er að skipta upp á miðborðinu…

1. a3
Núna koma til greina e5, d5 c5, f5 og Rf6…

A. 1. - e5
Núna þá leik ég annað hvort e4 eða d4 en ég helda að d4 sé sterkara.. ég leik einnig sjaldan e3 eða b4
I. 2. e4 - Jóhann Óli- Hallgerður Helga
II. 2.d4 exd4 (2.- e4) 3. Rf3 eða c3
III. 2.e3 d5 3. e4 eða d4
IV. 2.b4
Með Bb2 í huga…
2.- Rf6 3. Bb2 Rc6 4. e3 eða Rf3

Jóhann Óli-Hallgerður Helga
Meistaramót Skákskóla Íslands

1. a3 e5 2. e4 Rf6 3. Rc3 Bc5 4. b4 Bb6
Ég held að Bd4 sé betri..
5. Bc4 0-0 6. Bb2 d6 7. h3
Ég vildi ekki fá biskupinn á g4 með leiðinlegri leppun..
7.- Be6 8. Bxe6 fxe6
Ekki gott á hvítt vegna f2 reitsins
9. Rf3 Rh5
Á leiðinni á f4..
10. Re2
Vinir mínir bentu á Rxe5 en því er svarað með Dh4
10.- Df6 11. 0-0 Dg6
Með hótununum Hxf3 og Dxe4
12. Rc3
Tempótap og gefur f4-reitinn eftir en ég hafði plan…
12.- Rf4 13. Rh4 Dg3 14. Dg4 Rxh3+?!
Ég er ekki alveg viss um þennan leik þó hann gefi möguleika og maður verði að verjast rétt..
15. Dxh3 Bxf2+ 16. Hxf2
En ekki Kh1? vegna Dxh4 og hún er tveimur peðum yfir..
16.- Dxf2+ 17. Kh1 Dxd2 18. Dxe6+ Kh8 19. Hd1
Þarna er brella.. ég var með Rg6+ í huga með þráskákinni Dh3+, De6+ en þá gat drottningin alltaf farið fyrir á h6 en ef hún tekur peðið á c2 er jafntefli tryggt..
19.- Dxc2? 20. Rg6+ hxg6 21. Dh3+ Kg8 22. De6+
1/2-1/2

Ef 22.- Hf7 23. De8 Kh7 24. Dxf7 Dxb2 25. Hd3 mátar hvítur eða svartur tapar drottningunni..

B. 1.-d5
Hér leik ég yfirleitt e4 eða d4 en líka b4 og h3?! eða Rf3

I. 2. e4 d4 (dxe4 eða Rf6) 3. Bc4 Rf6 4. d3
II. 2. d4 c5 (Rc6 eða Rf6) 3. e4, e3, c3 eða Rf3
III. 2. b4 a5 3. Bb2 Rf6
IV. 2. h3 (Rf3) 2.- e5 3. e5

C. 1.-c5

I. 2. e4 - Sikileyjarvörn
II. 2. d4 - (i]Benoni vörn

III. 2. e3 (b4)
IV. 2. Rf3

D. 1.-Rf6

I. 2. b4
II. 2. d4 e6 3. c4 d5 (Grunfelds vörn)
III. 2. Rc3

E. 1.-f5

I. 2. e4
II. 3. d4 (Hollens vörn)

Aðrar leiðir til að svara 1. a3 eru a6, b6, g6, b5 og h6..

Commentið á fullu..