SKÁK:
Tveggja mann tafl leikið á ferningslaga borðimeð 64 reitum þar eru ljósir og dökkir á víxl. Taflmenn eru 32, 16 hvítir og 16 svartir. Hvor keppandi byrjar með 16 menn (einn kóng, eina drottningu, tvo biskupa, tvo riddara, tvo hróka og átta peð)sem er leikið og byrjar sá sem stýrir hvítu mönnunum. Leikmaður getur drepið og fjarlægt menn andstæðingsins með því að leika mönnum sínum á reiti þar sem þeir eru fyrir. Mennirnir drepa eins og þeir ganga, nema peðin. Skák lýkur með sigri (máti) þegar kóngi andstæðingsins er ógnað (skákað) án þess að vörnum verði komið við. Ef hvorugur getur knúið fram sigur endar skákin með jafntefli. Elstu þekktu heimildir um skák eru frá Indlandi á 7.öld eftir krist og þaðan barst hún um Persíu og Arabíu og til Evrópu á 11. öld og hefur þar haldist lítið breytt frá lokum 15. aldar. Kínversk og Japönsk skák er einnig ættuð frá hinum forna Indverska leik. Skák Hefur verið iðkuð á Íslandi í minnsta kosti frá um 1200. Fyrsta taflfélag á Íslandi var taflfélag Reykjavíkur, stofnað árið 1900, og stóð það að Skákþingi Íslands árið 1913. Skáksamband Íslands var stofnað 1925.
Lífið er aðeins vegur sem leiðir til dauða.