Hérna eru smá upplýsingar fyrir algjöra nýliða sem kunna ekkert í skák:

Fyrst er það manngangurinn:

Peðin: 8 í hverju liði. Mega færa sig einn reit í senn en tvo reiti af byrjunarreit þess, peð drepur á ská.

Hrókarnir: 2 í hverju liði. Mega færa sig beint áfram eins langt og þeir vilja, svo lengi sem það er enginn leikmaður fyrir.

Riddararnir: 2 í hverju liði. Færa sig tvo reiti áfram og einn til hliðar, þeir mega hoppa yfir leikmenn.

Biskuparnir: 2 í hverju liði. Mega færa sig á ská eins langt og þeir vilja, svo lengi sem það er enginn leikmaður fyrir.

Drottningin: 1 í hverju liði. Má færa sig á ská og áfram eins langt og hún vill, svo lengi sem það er enginn leikmaður fyrir.

Kóngurinn: 1 í hverju liði. Má færa sig einn reit í senn. Kóngar úr sittuhvoru liði mega ekki vera nálægt hvor öðrum.

Annað: Ef kóngur og hrókur hafa ekkert hreyft sig í leiknum þá má hrókera, en þá færir maður kónginn alveg að hróknum og færir svo hrókinn yfir kónginn.

Vona að þetta hafi nýst einhverjum,
kv. Gvendurf :)