Á hverju laugardegi í vetur(það eru til undantekningar) eru haldnar skákæfingar fyrir krakka undir 16 ára aldri. Tíminn er frá klukkan 2 til 5 og svo er smá kennsla á eftir í dálitla stund. Það eru 3 medalíur í verðlaun fyrir 3 efstu á mótinu og inneignir í skákhúsinu, 500 kr fyrir 1. sæti, 400 kr fyrir annað og 300 kr fyrir þriðja. Í hvert skipti sem maður nær verðlaunasæti fær maður stig sem að safnast saman og sá sem að er með mest stig í lok æfingar hlýtur bikar sem verðlaunagrip. Stundum eru pítsur á æfingum eins og á jólaæfingu og á lokaæfingu til dæmis. Tímamörk á klukku eru 5 til 10 mínútur og sjaldan meiri tími. Oft eru haldnar kennslur í byrjun æfinga á skákum og þvíumlíku. Þetta eru mjög skemmtilegar æfingar og kostar ekkert að fara á þetta. Það er samt svolítið leiðinlegt að þeir sem að eru komnir með skákstig fá engar medalíur. Umsjónarmaður á æfingunum er Torfi Leóson. Æfingarnar eru haldnar í Faxafeni 12. Ég vona að einhverjir eigi eftir að fara á þetta og að þetta verði ekki sent á korkinn, kveðja, sverrsi.