Skákmót í Perlunni Skákmót er haldið í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags, og fer það fram
laugardaginn 11. okt. kl. 14:00 í Perlunni.

(alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur er 10. október og fer þá fram hátíðardagskrá, sjá vefslóð) en skákin er á laugardeginum.

Þetta er í fjórða sinn sem þetta mót er haldið og 40 voru skráðir í fyrra.

Forlagið gefur glæsilega bókavinninga og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæti, auk þess í barna-, unglinga-, kvennaflokki og +60.
Einning happadrættisvinningar, allir eiga séns.

Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir.
Skákstjórar eru Róbert Lagerman og Arnar Valgeirsson.

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn