Ég vildi bara reyna á þetta því margir vita ekki um hvernig póker byrjaði.
Og ef þið lesið þetta getið þið talað og vitað meira um þessa frábæru íþrótt ef þið vitið það ekki fyrir.

Saga pókers byrjaði hjá Persum en þeir spiluðu leik er heitir ..Nas.. og kenndu Persneskir sjómenn frökkum að spila í New Orleans.
Nafnið ‘Póker’ kemur af franska orðinu ‘poque’ sem kemur af þýska orðinu pochen ('að banka') en það er ekki samt alveg víst.
'Bluff' kemur af breska leiknum (bragg) og hefur póker þróast og haft áhrif af öllum gömlu spilunum. (þið getið flett því upp ef þið viljið vita meira um eldri spil).

Í Bandaríska Borgarastríðinu var byrjað að nota breska 52 spila stokkinn og kom litur og röð þar til sögunnar. Og er miklu að þakka t.d í Asíu þar sem er mikið spilað Bandaríska hernum því hann breiddi póker út að mörgu leyti.

Mót í Póker urðu fyrst vinsæl um 1970 í Bandarískum spilavítum og voru þar þekktustu spilararnir Johnny Moss, Amarillo Slim, Bobby Baldwin og Doyle Brunson.

Póker varð vinsælastur á 21.öldinni út af online póker og mót í sjónvarpi og fleira. Og er mest spilaði leikurinn Texas hold'em.

Vona að þið hafið fræðst mikið og fundist þetta góð grein..;)