Ég sendi inn grein hingað inná um pókermót fyrir nokkrum vikum.
Það var haldið núna í gær(3. júní) og það gekk vel, þrátt fyrir slappa mætingu(beil).
Aðeins 15 af sirka 30 sem mættu, það var samt ágætt. Skemmtileg tvö borð af pókerspilurum sem varð síðan að einu 8 manna eftir einhvern tíma.
Næst ætlum við að hafa betri mætingu og hafa ennþá meira fjör í þessu.
Þess vegna sendi ég þetta inn og spyr, hefur einhver áhuga á að mæta á næsta mót?
Þetta er hugsað fyrir yngri spilara(15-20 ára), þó að örfáir á fertugsaldri hafi tekið þátt. Engir atvinnumenn hér á ferð, einungis ágætlega reyndir áhugamenn að skemmta sér.

Það verður haldið laugardaginn 16. júní kl. 16:00 í ódýrasta og besta sal sem við gátum fundið, Félagsmiðstöðinni Selinu við Suðurströnd á Seltjarnarnesi(ekki mikið mál að komast þangað í bíl eða strætó).
2500 krónur inn, allur peningur sem fer ekki í leigu á salnum fer í verðlaun.

Þeir sem hafa áhuga geta addað mér á msn, valdegg@simnet.is.

http://i182.photobucket.com/albums/x44/Valdegg/IMG_0032.jpg?t=1180991862