Tölvutæknin hefur verið okkur áhugamanninum um skák góð. Í dag getum við teflt í gegnum netið við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Óháð tíma, getu og misjafnan áhuga á skák. Fyrst þegar ég byrjaði að tefla á netinu þá tefldi ég í gegnum yahoo.com, til að byrja með fannst mér það í góðu lagi, sæll og glaður tefldi ég þarna í sex mánuði við misjafna skákmenn og unga sem aldna. Eftir þessa sex mánuði fannst mér koma nóg, mér fannst ég tefla við marga sem vildu bara nota yahoo.com til þess að spjalla við einhvern en að tefla. Þá fór ég að hugsa mér til hreyfings og þá kynntist ég instantchess.com en það gekk lítið að læra á það og skilja. Þá fór ég að kynnast ICC og var í því í eitt ár. Kostirnir eru margir við ICC en sá ókostur sem mér finnst vera af ICC er hve erfiðlega mér hefur tekist að skilja ýmislegt sem þar er. Til dæmis kunni ég ekki að skora á skákmann og kann það reyndar ekki í dag. Eftir ár á ICC tók ég mér frí frá þessu til að stunda námið mitt eins vel og kostur er. Nú ég tók þá ákvörðun að taka mér pásu frá námi eftir áramótin og því endurnýjaði ég áskrift mína að ICC og tek eins og eina skák þegar mig langar til þess. 28 janúar 2006 fór ég að tefla á queenalice.com, sem er líkt bréfskák, þú færð póst um leið og þú færð áskorun eða að annar skákmaður hafi samþykkt áskorun þína en þá ert þú látin vita um leik andstæðingsins í venjulegum tölvupósti. Þar er einnig safnað stigum eins og á ICC, yahoo.com og instantchess.com. Ég hef tekið má segja ástfóstri við queenalice.com og hef átt þar margar góðar stundir. Þar hafa komið nokkrir góðir sigrar en því miður alltof mikið af töpum en af þeim hef ég þó lært. Ég ætla að láta eina skák fjúka sem ég tefldi á queenalice.com nýlega.

Ég hafði svart en andstæðingur minn: depia frá Brasilíu hafði hvítt. Í þessari skák eru þreifingar í gangi í miðju skákarinnar sem fer þannig að svartur nær tökum á skákinni, örlög hvíts er a-peð svarts sem reyndist vera baneitrað þegar upp er staðið. Reyndar er um nokkra afleiki af hendi beggja skákmanna og hefði skákin jafnvel getað klárast fyrr en í raun varð enda svörðum við hvor öðrum á síðustu stundu innan þeirra tímamarka sem skákin var. Ég læt alla skákina flakka án þess að kryfja hana til mergjar og vera með skýringar á þessu eða hinu.

1.d4 d5 2. Nc3 Nf6 3. Nf3 Bg4 4. Ne5 Nc6 5. Nxc6 bxc6 6. f3 Bc8 7. Bg5 e6 8. f4 Be7 9. Bxf6 Bxf6 10. e3 Bh4+ 11. g3 Bf6 12. Qb1 O-O 13. Qd1 c5 14. Bd3 g6 15. h4 cxd4 16. exd4 Bxd4 17. Ne2 Bxb2 18. Rb1 Rb8 19. O-O a5 20. Nd4 Bxd4+ 21. Kh1 Rxb1 22. Qxb1 Bd7 23. a3 e5 24. Qe1 exf4 25. Rxf4 Re8 26. Qd1 Be5 27. Rf3 Bg4 28. Bb5 Re7 29. Be2 c5 30. Re3 Bf5 31. g4 d4 32. Rb3 Bd7 33. Qb1 Bc6+ 34. Kg1 a4 35. Rb6 Bd5 36. Rb5 Bd6 37. Bf1 Bc6 38. Rb6 Bf3 39. g5 Bc7 40. Rb5 Qd6 41. Kf2 Qc6 42. Bd3 Be4 43. Be2 Bxc2 44. Qxc2 Qd5 45. Bf3 Qd7 46. Rb7 d3 47. Qd2 Qd4+ 48. Kf1 Qa1+ 49. Kg2 Qxa3 50. Rxc7 Rxc7 51. Qa5 Rd7 52. Qa8+ Kg7 53. Qe4 d2 54. Qe5+ Kg8 55. Qe8+ Kg7 56. Qxd7 Qb2 57. Kg3 Qe5+ 58. Kh3 a3 59. Qxd2 Qe6+ 60. Kg2 a2 61. Qc3+ f6 62. Kf2 Qh3 63. Qa3 Qh2+ 64. Ke3 Qg1+ 65. Ke2 a1=Q 66. Qb3 Qge1+ 67. Kd3 Qd4+ 68. Kc2 Qdd2# 0-1

Ég vona að þeir sem lesa þessa grein hafi gaman af og skákinni einnig. Það væri gaman að fá hugmyndir og athugasemdir varðandi þessa skák því aðrir sjá betur en maður sjálfur! Ekki satt?

Nú í lokin vil ég óska ykkur gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir það gamla og megi þið eiga góða sigra á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár, 2007!