GM Tal tekur GM Vaganian í nefið
1.e4 e6 Þessi byrjun er kölluð frönsk vörn 2.d4 d5 3.Rd2 Rc6 svartur ákveður að svara Tarrasch afbrigði hvíts með Rc6 sem er ekki mikið tefldur leikur 4.Rgf3 Rf6 5.e5 Rd7 6.Rb3 allir leikir hingað til eru bara samkvæmt bókinni 6…f6 svartur ákveður að brjóta stöðuna upp með f6 í stað þess að leika t.d. Be7 og fylgja því eftir með 0-0 7.Bb5 fxe5 8.dxe5 Rc5 Þessi leikur er ekki góður, betra hefði verið að leika t.d. Rdb8 og síðan a6 9.Rg5 Þetta er góður sóknarleikur, riddarinn er líka góður á þessum reit því að svartur getur ekki stuggað við honum með h6 útaf Dh5+ 9…Bd7 svartur ætlaði bara að koma manni í spilið og valda riddaran en gerði sér ekki grein fyrir því að hann er kominn í vanda 10.Bxc6 bxc6 Betra hefði verið að leika Bxc6 og búa til reit á d7 fyrir kónginn 11.Dh5+ g6 hérna verður svartur að leika g6 útaf mátinu á f7 12.Df3 svartur gefur vegna þess að eina leiðin til að forðast mátið er að leika De7 en þá skilur hann Riddaran á c5 í dauðanum