Í vetur mun bridge fyrir byrjendur vera haldið á mánudögum og mun það hefjast upp úr klukkan 18. Húsið verður opið til 23 og á þessum tíma getur fólk komið og farið eftir því sem henntar. Kvöldin eru hugsuð fyrir ungt fólk sem hefur gaman að bridge bæði þá sem vilja læra meira og þá sem vilja spila við aðra og hafa gaman af. Upp úr miðju kvöldi verða síðan pantaðar pizzur, hvorki er tekin greiðsla við spilakvöldinu né pizzunum. Aðrir reyndari yngrispilarar munu síðan vera á svæðinu til þess að leiðbeina þeim sem eru styttra komnir.

Endilega að mæta sem flestir og dragið vini ykkar með. Spilastaður er Síðumúli 37 þriðja hæð.

Kveðja Jói