Komið sæl.

Það er ansi langt síðan ég skrifaði síðast hérna en núna er ég komin aftur og á fullt skrið.

Ég er orðin keppnisstjóri á Bridgesíðunni “Bridge Base Online”. Þar geta bridgeunnendur náð í forrit og með því spilað við fólk allsstaðar úr heiminum.

Ég hef mikinn áhuga á að setja upp mót fyrir íslenska spilara en þá væri mjög gott að fá einhverjar tillögur um tímasetningu. Einnig vil ég biðla til yngri spilara að tala við mig varðandi mót og ég gæti sett upp nokkur þar sem eingöngu íslenska væri töluð og þar færi fram jafnvel kennsla.

Kveðja,
Abigel