Núna er lokamótum sumarsins lokið, voru það þeir Björgvin Víglundsson og Júlíus Sigurjónsson sem fóru með sigur af hólmi í tvímenningnum á laugardaginn (10. sept) með 61% skor.
Á sunnudaginn var síðan haldin sveitakeppni þar sem 12 sveitir mættu til leiks. Eftir æsispennandi lokabaráttu var það sveit Birkis Jónssonar sem hreppti sigurinn aðeins 1 impa á undan næsta liði.
Í sveit Birkis Jónssonar voru Björn Friðriksson, Birkir Jón Jónsson, Ari Már Arason, Jón Sigurbjörnsson, Björk Jónsdóttir. Sigursveitin fékk síðan 60 þúsund krónur í sigurverðlaun.
Mörg góð spil voru spiluð um helgina sem gerði þetta að góðri helgi en seinasta spil helgarinnar setti punktinn yfir i-ið.

——–KT62———
——–T9643——–
——–9————
——–Q63———-
A4————–J75–
J7————–AKQ8-
AKJT643——Q82–
A7————–KT8–
——–Q983———
——–52———–
East–75———–
All—–J9542——–

Æskilegar meldingar að mínu mati samkvæmt standard sagnkerfinu
-A——-S——-V——N—
1NT - pass - 4LA - pass
4HJ - pass - 5LA - pass
5Sp- pass - 7NT - ppp

Sagnir þýða,
1NT - 15-17 punktar jafnskipt hendi
4 Lauf - Gerber 4ása spurning
4 Hjörtu - einn ás
5 Lauf - Kónga spurning
5 Spaðar - Tveir kóngar
7NT - til að spila :-)

Ef þið hafið athugasemdir við meldingar endilega sendið mér línu.

Jói