Jæja núna eru að hefjast yngrispilara kvöld að nýju, eins og vanalega verða þau á miðvikdögum og byrja kl 18:00.
Kvöldin eru ætluð þeim sem vilja læra, bæði þá sem eru að byrja eða þá sem er komnir aðeins lengra. Síðan er þetta góð leið til þess að fá að spila við jafnaldra sína enda eru þetta kvöld fyrir fólk á bilinu 0-30 ára.
Uppbygging kvöldsins er þannig að mæting er klukkan sex og þá er farið yfir æfingar eða dæmi og síðan er haldið spilakvöld fyrir yngrispilara. Ekkert kostar að taka þátt í æfingunni en í fyrra kostaði það 200kr að taka þátt í spilakvöldinu.

Endilega sendið línu ef þið hafið einhverjar spurningara, eða hringið upp í BSÍ (Bridgesamband Íslands) s:5879360