Núna eru aðeins tvær vikur eftir í sumarbridge og fer því að líða að lokamóti sem haldið er helgina 10.-11. september.

Fyrirkomulagið er þannig að á laugardaginn er keppt í tvímenning. Það kostar 2000 kr. að taka þátt í því og fær 1.sætið peningaverðlaun. Auk þess er þetta silfurstigamót.

Á sunnudeginum er síðan keppt í sveitakeppni þar sem spilaðir eru 8 spila leikir og það eru 7 umferðir. Það kostar einnig 2000 kr. að taka þátt í sveitakeppninni.

Það er um að gera að mæta bæði á seinustu kvöldin í sumarbridge og lokamótið. Það er sama dagskrá fram að mótinu, en það er spilað á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það kostar 800 kr. fyrir spilarann, 500 kr. fyrir eldriborgara og yngrispilara (21-25 ára) og frítt fyrir 20 ára og yngri. Spilamennska byrjar kl 19:00
TIl þess að skrá sig í lokamótið eða til þess að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Bridgesambandi Íslands í síma: 587-9360

Fyrir þá sem nenna ekki að bíða eftir lokamótinu í sumarbridge þá verður mót haldið sunnudaginn 4. september kl 14:00 á Grand Rokk. Til þess að skrá sig á það mót eða ef þið hafði spurningar, sendið bréf á þetta email:

sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is