Þetta landsmót var alveg stórskemmtilegt fyrir alla sem tóku þátt í því og var vel að öllu staðið þrátt fyrir búðarleysi á staðnum (fyrir utan baulu sem var ansi langt í burtu og þekktist það að keppendur fóru á puttanum þangað en það er nú önnur saga).
Mótið fór vel af stað og eftir fyrsta keppnisdag var staðan þannig í eldri flokk (þar sem að mikið af óvæntum úrslitum litu dagsins ljós):
1.-3. Ólafur Evert Úlfsson, Ingvar Ásbjörnsson, Atli Freyr Kristjánsson 3 v. af 3
4.-6. Sverrir Þorgeirsson, Bjarni Jens Kristinsson og Arnar Páll Gunnlaugsson 2 v.
7.-8. Helgi Brynjarsson og Tinna Kristín Finnbogadóttir 1 v.
9.-10. Gylfi Davíðsson og Einar Sigurðsson 0,5 v.
11.-12. Davíð Arnarson og Ólafur Ólafsson 0 v.

Þetta var stórmerkilegt þar sem að Gylfi og Einar voru báðir heldur neðarlega og Tinna Kristín og Helgi Brynjarsson deildu 7-8 sæti sem að fáir hefðu búist við.
Staðan í yngri flokk var þannig að:
1.-3. Svanberg Már Pálsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Hörður Aron 3 v./3
4. Aron Ellert Þorsteinsson 2,5 v.
5. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 2 v.
6.-9. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Alexander Arnar Þórisson, Mikael Jóhann Karlsson, Anton Vignir Guðjónsson 1 v.
10. Jóhann Óli Eiðsson 0,5 v.
11.-12. Ingimar Jóhannsson og Auður Eiðsdóttir 0 v.
Þessi staða var heldur minna óvænt en í eldri flokk. Síðan var lítið sveiflast til með sæti hjá efstu mönnum en Atli Freyr var í sérflokki og Ingvar, Bjarni Jens og Ólafur Evert voru næstu menn en Ingvar rétt fyrir ofan hina tvo(Ingvar vann Ólaf í 2 sætis slag sem átti eftir að verða afdrifaríkt)
Síðasta daginn ætlaði allt um koll að keyra, Ingvar gerði jafntefli við Tinnu Kristínu (sem var mikill örlagavaldur á mótinu) og Ólafur saxaði á forskotið hanns en varð sjálfur að passa sig á Helga, Einari og Sverrir sem komu fast á hæla hanns. Þannig að allt gat gerst og jafnvel Einar, Helgi eða Sverrir gátu endað í 2 sæti!
En í síðustu umferð náði Ingvar með góðri taflmennsku að gera jafntefli gegn Atla Frey (sem fram að þessu hafði verið óstöðvandi) og triggja sér þar með annað sætið þrátt fyrir brösótt gengi í lok móts. Allt leit út fyrir að Helgi Brynjarson næði Ólafi í síðustu umferðinni og yrði einn í 3 sæti því að Ólafur var með skíttapað gegn Einari en þá lék Einar illa af sér(sjaldan séð jafn slæma langhrókeringu) og drottningin hanns var af í mun betra tafli.
Eftir síðustu umferð var staðan í eldri flokk eftirfarandi:
1. Atli Freyr Kristjánsson, 1680 Hellir 10.5/11
2. Ingvar Ásbjörnsson, 1565 Fjölni 8.5
3-4. Ólafur Evert Úlfsson, 1690 SA 8
Helgi Brynjarsson, 1625 Hellir 8
5-6. Sverrir Þorgeirsson, 1670 Haukar 6.5
Bjarni Jens Kristinsson, TAust 6.5
7. Einar Sigurðsson, TR 5.5
8. Gylfi Davíðsson, 1485 Hellir 4.5
9. Arnar Páll Gunnlaugsson, TSel 3
10. Tinna Kristín Finnbogadóttir, UMSB 2.5
11. Davíð Arnarson, 1515 SA 2
12. Ólafur Ólafsson, SA 0.5

Tinna Kristín og Bjarni Jens komu talsvert á óvart en annars voru úrslitin nokkuð samkvæmt bókinni.
Í yngri flokki fór það á þennan veg:
1 Hjörvar Grétarsson, 1580 Hellir 11/11
2 Svanberg Már Pálsson, 1705 TG 9.5
3 Hörður Aron Hauksson, Fjölni 8.5
4 Hallgerður H Þorsteinsdót, 1365 Hellir 7.5
5 Jóhanna Björg Jóhannsdótt, 1400 Hellir 6.5
6-7 Jóhann Óli Eiðsson, UMSB 6
Aron Ellert Þorsteinsson, TR 6
8 Alexsander Arnar Þórisson, SA 5
9 Ingimar Jóhannsson, TAust 3
10 Mikael Jóhann Karlsson, SA 2
11 Anton Vignir Guðjónsson, TSel 1
12 Auður Eiðsdóttir, UMSB 0

Allt í allt var þetta stórkostlegt mót og þakka ég mótshöldurum fyrir. Mótið var óvænt en skemmtilegt.