Ég hef oft spurt sjálfan mig “Hvar teflir maður á netinu?” en sjaldan nennt að hafa fyrir því að grennslast frekar fyrir í þeim málum (þó einfalt sé) enda með nóg á minni könnu í hinu daglega amstri eins og flestir.

Nýr íslenskur netskákþjónn í boði Háskóla Íslands hefur þó litið dagsins ljós og var áhugi minn á honum slíkur að ég ákvað loks að leita svara við minni langþráðu spurningu (og eflaust spurningu margra annara). Hér gefur því að líta á einfaldar leiðbeiningar um hvað þarf til brúksins og hvert skal tengjast ásamt einöldum leiðbeiningum um notkun þess forrits sem á þarf.

Til að tefla við aðra á netinu þarftu á viðeigandi forriti að halda. Ýmis tól koma til greina en hér er gengið út frá WinBoard og XBoard en þau má finna hér. Niðurhala má þeim svo innanlands hér.

Windows notendur sækja WinBoard (5.36 mb) og setja það upp. Uppsetning þess gæti ekki verið einfaldari þannig að óþarfa orðum er ekki eytt í það. Að lokinni uppsetningu er einfaldlega valið Start > All Programs > WinBoard > Chess Servers - Others. Í bilslánna er skrifað ics.rhi.hi.is /icsport=5002 og valið Ok-takkann. Þú ert komin/n inn á þjóninn (ef allt gekk eftir).

Linux notendur (eins og ég) geta svo tengst strax með því að skrifa xboard -ics -icshost ics.rhi.hi.is -icsport 5002 -size big. Annars geng ég út frá því að þeir kunni að setja upp XBoard hjá sér, enda sáraeinfalt.

Tveir gluggar taka svo á móti manni; annars vegar hið grafíska viðmót, skákin sjálf og hins vegar skipanagluggi sem er ekki ósvipaður mud (sem til þess þekkja).
Í skipanagluggann er valið hvaða notandanafn sem er og tvísmellt á Enter. Til að koma sér af stað eru eftirtaldar skipanir einfaldlega gefnar;

who = sýnir þér hverjir eru loggaðir inn.
match notandi = skoraðu á viðkomandi.
games = sýnir þér hvaða skákir eru í gangi.
observe 1 = til að horfa á skák nr. 1.

Stigagjöf er í boði fyrir skráða notendur og fer hún eftir því hvernig viðkomandi gengur. Skráningin er að sjálfsögðu ókeypis og og er email einfaldlega sent hann Elías (admin) á ics@hi.is með upplýsingar um notandanafnið sem þú vilt ásamt nafni þínu og email. Skráningin ætti að verða virk innan tveggja daga.

Ef enginn er svo inni er alltaf hægt að tefla við bottann Capablanca sem á að vera frekar góður.

Vonast til að sjá sem flesta þarna ;)
-axuz