Milli jóla og nýárs sá ég byrjun sem ég hef aldrei séð áður og vissi ekki einu sinni að hún væri til. Sú byrjun sem ég ætla að setja hér er Rússnesk vörn en stundum er hún kölluð einnig Petroffs vörn.

1. e4 – e5
2. Rf3 – Rf6
3. Rxe5 – d6
4. Rf3 – Rxe4
5. De2 – De7
6. d3 – Rf6
7. Bg5

Eftir að hafa skoðað þessa byrjun fannst mér hún ekkert sérlega spennandi né gefa af sér skemmtilega möguleika. Það væri gaman að vita ykkar álit á þessari vörn.

Mig langar í lokin að sýna ykkur skák sem ég rakst á. Þetta er mjög skemmtileg skák og lærdómsrík.

Ed. Lasker hefur hvítt og G.Thomas hefur svart.
Skákin var tefld í London 1921

Hollensk vörn

1. d4 – f5
2. Rf3 – e6
3. Rc3 – Rf6
4. Bg5 – Be7
5. Bxf6 – Bxf6
6. e4 – fxe4
7. Rxe4 – b6
8. Bd3 – bb7
9. Re5 – 0-0
10. Dh5 – De7
11. Dxh7+ – Kxh7
12. Rxf6+ – Kh6
13. Reg4+ – Kg5
14. h4+ – Kf4
15. g3+ – Kf3
16. Be2+ – Kg2
17. Hh2+ – Kg1
18. 0-0-0+ – MÁT

Mér finnst þessi skák snilldarlega tefld hjá Ed. Lasker, hann neyðir svarta kónginn til að labba niður í sína heimahöfn þar sem hann er mátaður með langhrókun. Niðurlæging svarts er algjör.