Ég var að glugga í eina skákbók sem ég fékk lánaða á bókasafninu. Þar rakst ég á Marshall-árás sem kom upp í skák Capablanca og Marshall árið 1918 í New York. Ég skoðaði þessa Marshall-árás og hafði gaman af því að skoða hana. Svo mér datt í hug að leyfa ykkur að sjá hvernig hún er því hún heillaði mig.

1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. He1 b5
7. Bb3 0-0
8. c3 d5

Ég vona að Marshall-árásin hafi heillað ykkur. Þegar ég renndi yfir stöðuna að loknum átta leikjum fannst mér eins og það væru margir spennandi kostir við þessa stöðu. En það er bara það sem mér fannst.