Hérna vil ég fjalla aðeins leik sem ég hef nokkrum sinnum fengið á mig þegar ég leik með svörtu mönnunum.

1. e4 e5
2. Bc4?

Hér hef ég oftast svarað með Rh6. En það er ekki góður leikur fyrir svart því Riddarinn á h6 verður ef svo má segja sambandslaus við skákina sem tefld er. Ég hef skoðað nokkur svör við öðrum leik hvíts og mér sýnist að það sé einnig gott að svara:

2. Be7 sem ég tel besta kostinn.
2. Rf6
2. De7 eða jafnvel 2. d3

Reyndar finnst mér það vera vitleysa að leika biskupnum strax í örðum leik á c4 og hóta saklausu peði á f7. Mér persónulega finnst þetta lélegur leikur hjá hvítum og reyndar skil ég ekki hugmyndina að baki þessum leik. Mér finnst hann lélegur að því leiti að margir draga svo í 3 leik biskup sinn annað hvert aftur í hús eða færa á einhvern annan reit. Sem manni finnst hann ekkert endilega eiga heima. Ég verð að viðurkenna það að ég sé þennan leik mest hjá þeim sem kunna ekki mikið að tefla eða þá skákmenn sem reynda að koma andstæðingi sínum í opna skjöldu, hvort sem það tekst eða ekki. Hvað mig áhrærir læt ég þennan leik ekki koma mér lengur í opna skjöldu.