Eftir að ég hóf að tefla aftur hef ég beitt þessari byrjun nokkrum sinnum með ágætis árangri þegar ég hef telft t.d. á yahoo og við skákforritið mitt í tölvunni. Mig langar til að sýna ykkur þessa byrjun og oftast nær hef ég unnið mínar skákir með þessari byrjun.

1. d4 d5
2. c4 dxc4
3. Rc3 Hér set ég riddarann fyrir peðið og vinn það svo síðar.
3. Rc6
4. e3 g6
5. Bxc4 Hér vinn ég peðið til baka.
5. Bg7
6. Rf3 e6
7. 0-0 Rf6

Í framhaldinu hef ég valið stundum að leika a3 eða h3 og í framhaldi af því hrókar svartur stutt. Síðan er að koma biskupnum í leik innan tíðar í skákinni. Eins og ég hef sagt hef ég unnið nokkrar skákir á yahoo með þessari aðferð en margir sem nota svart kjósa að drepa á c4 í öðrum leik með einni og einni undantekningu þó. Ein spurning: Hvað heitir þessi byrjun?