Bridgekvöldin eru byrjuð aftur og nú með nýju sniði. Það er byrjað á því að fara yfir nokkrar bridgeþrautir sem var dreift vikunni áður. Síðan eru spiluð um 20 spil að þeim loknum er farið yfir þau með hjálp keppnisstjóra. Eftir það er svo nýjum blöðum með spilaþrautum dreift, til að valda manni hugarangri alla vikuna.
Nú er þetta sem sagt orðið bland af kennslu og leik. Þetta er mjög skemmtilegt og fróðlegt og hvet ég sem flesta að mæta.
Ó, já… alsheimerinn aðeins að koma fram hjá mér en það er spilað á miðvikudögum og kostar 200 kr.