Áskorenda- og opinn flokkur Skákþings Íslands hefjast laugardaginn 7. apríl n.k. og er teflt í TR. Að þessu sinni má búast við harðri baráttu enda munu aðeins 10 manns taka þátt í Landsliðsflokknum sem fram fer líkast til í Norðfirði í ágúst n.k. Færri sæti eru því á lausu nú en oft áður og fáir geta gengið að öruggu sæti. Sé skoðað hverjir eiga öruggt sæti kemur eftirfarandi í ljós:

Fjórir efstu menn í landsliðsflokki á síðasta Skákþingi Íslands:

1. Jón Viktor Gunnarsson
2. Þröstur Þórhallsson
3. Stefán Kristjánsson
4. Jón Garðar Viðarsson

Þrír stigahæstu menn landsins (nefni aðeins virka skákmenn):

1. Hannes Hlífar Stefánsson
2. Helgi Áss Grétarsson
3. Helgi Ólafsson

Ef það verða forföll í þessum hópi sýnist mér að Sævar Bjarnason, Bragi Þorfinnsson og Sigurður Daði Sigfússon gætu orðið næstir inn en ég nefni sem fyrr aðeins þá skákmenn sem ég tel líklegt að vilji tefla í Landsliðsflokki. Auk þessara sjö sæta koma tveir úr Áskorendaflokki og stjórn SÍ hefur svo eitt sæti til ráðstöfunar. Aðrir skákmenn en þessir sjömenningar verða því að taka þátt í Áskorendaflokknum vilji þeir eiga öruggt sæti í Landsliðsflokki. Það gæti orðið til þess að Áskorendaflokkurinn verði óvenju sterkur að þessu sinni.

Kveðja

Andri44