Meistaramót Hellis hefst 10. mars Meistaramót Hellis 2002 hefst mánudaginn 10. mmars klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót. Þetta er í 12. sinn sem mótið fer fram. Mjög vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Allir velkomnir!

Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á 36 leiki og 30 mínútur (gæti breyst) til að ljúka skákinni. Mótið er öllum opið. Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Teflt er á mánu-, þriðju- og fimmtudögum.

Skráning:
Heimasíða: www.hellir.is (skráningarform á hægri hluta síðunnar)
Tölvupóstur: hellir@hellir.is.
Sími: 861 9416 (Gunnar)
Skráning á mótstað fyrir 19:30

Aðalverðlaun:
1. verðlaun: 25.000-
2. verðlaun: 15.000-
3. verðlaun: 10.000-

Aukaverðlaun:
Skákmeistari Hellis: Chess Assisant 7 (nýjasta útgáfa)
Besti árangur undir 2000 skákstigum: Chess Assisant 7 (nýjasta útgáfa)
Besti árangur undir 1800 skákstigum: 5.000-
Besti árangur undir 1600 skákstigum: 5.000-
Besti árangur stigalausra: Skákklukka eða taflsett
Unglingaverðlaun: 3 efstu keppendurnir 15 ára og yngri fá vegleg bókaverðlaun.
Stúlknaverðlaun: 3 efstu keppendurnir 15 ára og yngri fá vegleg bókaverðlaun.

Hver keppandi hefur aðeins rétt á einum aukaverðlaunum! Stig verða látin ráða um aukaverðlaun verði skákmenn jafnir í verðlaunasætum.

Þátttökugjöld:
Félagsmenn kr. 2.000-; Aðrir 2.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 1.500; Aðrir 2.000.

Umferðatafla:
1. mánudagurinn, 10. mars, kl. 19;30
2. fimmtudagurinn, 13. mars, kl. 19;30
3. mánudagurinn, 17. mars, kl. 19:30
4. þriðjudagurinn, 18. mars, kl. 19:30
5. fimmtudaginn, 20. mars, kl. 19:30
6. mánudagurinn, 24. mars, kl. 19:30
7. fimmtudagurinn, 27. mars, kl. 19:30