Það gengur mikið á í skákinni þessa daganna. Nú stendur yfir Stórmót Hróksins en nafn mótsins er hógvært í anda Hrafns Jökulssonar!

Einnig fór fram nýlega fram einvígi á milli, sterkasta virkasta skákmanns landsins, Hannesar Hlífars og slóvakans Movsesians. Hannes tapaði því en virðist koma grimmur til leiks og Stórmótinu. Búinn að gera jafntefli við þrjá af allra sterkustu keppendunum.

Helgi Áss sló svo glæsilegt Íslandsmet er hann tefldi við 11 skákmenn í einu, blindandi! Ótrúlegt! Hverning er þetta hægt? Ég bara spyr? Helgi er svo einnig formaður Hellis og virðist því auk þess að vera að tefla á fullu vera á kafi í félagsmálstússi auk lögfræðináms! Duglegir þessi skákjöfrar.

Annars held ég að skákin sé í góðum málum. TR og Hellir að vinna gott starf í unglingamálunum. Kraftur virðist vera í Hróknum, þ.e. Hrafni í þeim málum einnig. Svona starf eins og Hrafn er að vinna þarf þó að fylgja eftir. Ekki er nóg að fara einn hring í kringum landið heldur er heldur þarf að fylgju slíku vel og rækilega á eftir!

Kveðja,
Smje