Nú á eftir kem ég með stutta lýsingu á hinum fræga taflmeistara, Emanuel Lasker.

Emanuel Lasker fæddist á aðfangadeginum árið 1868(hann hefur fengið marga pakka á jólunum!). Hann lærði seint að tefla, þegar hann var 12 ára, en það sýnir bara að jafnvel þótt maður læri svona seint það tefla þá getur maður orðið heimsmeistari sem hann sannaði 14 árum síðar, þegar hann var 24 ára að aldri. Hann náði lengi vel að halda titlinum en hann missti hann samt sem áður 51 ára gamall. Lasker fékkst við fleira en skák. Hann var til dæmis frábær stærðfræðingur og heimspekingur, sjálfur Albert Einstein lýsti honum í ævisögu sinni sem einum eftirminnilegasta manni sem hann hafði hitt. Lasker ritaði mikið um skák, meðal annars “Heilbrigð skynsemi í skák” sem ég á heima og er meðal bestu taflbóka sem ég á. Og að lokum vil ég minnast orða hans um skák, hvað hann álítur skák vera, “Manntafl hefur verið túlkað eða öllu heldur mistúlkað svo sem væri það leikur - það er að segja eitthvað, sem gæti eiginlega ekki þjónað neinum alvarlegum tilgangi, heldur hafði það einungis verið fundið upp til að njóta í tómstundum. Ef skákin væri aðeins leikur hefði aldrei lifað af þær þrengingar, sem hún hefur orðið að þola á löngum lífsferli. Sumir eldheitir áhangendur mannstaflsins hafa viljað telja það vísindi eða list. Það er, barátta.” Ég er nokkurn veginn sammála þessum orðum. Hér lýkur orðum mínum um skákmanninn, kveðja, sverrsi.

P. S. Þetta er EKKI copy/paste bara svo þið vitið.