Í dag eða réttara sagt gær var haldið íslandsmeistaramót barna, það er að segja fyrir krakka fædda 1992 og seinna. Eftir 5 umferðir er staðan þessi:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson
2. - 4. Svavar Cesar Hjaltested
Svanberg Már Pálsson
Torfi Karl Ólafsson
5. - 8. Halldór Kári Sigurðarson
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
Ólafur Freyr Jónsson
Benedikt Sigurleifsson

Staðan kemur ekki svo mikið á óvart að Hjörvar sé efstur enda hefur hann náð góðum árangri á unglingaæfingum hjá Helli og TR. Mér þykir líklegt að Hjörvar lendi í efstu sætum og líka Svanberg og Hallgerður því þau hafa líka oft náð góðum árángri en aldrei er víst hvernig úrslitin verða. Í fyrra náði Ásgeir Mogensen góðum árangri en hann er nú fluttur til Kanada og kom ekki á mótið. Næstu umferðir verða tefldar á morgun eða í dag og þá sjáum við hverjir keppa fyrir hönd í Íslands í yngsta flokknum í Norðurlandakeppninnni. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer, kveðja, sverrsi.