Jæja, hugarar góðir, fyrst að amon getur sent inn grein um skákbækur get ég það líka :).
Bókin sem ég ætla að skrifa um í dag heitir Skákkverið og er eins og xman segir annað verkið af tveim sem maður ætti að lesa ef maður ætlar að reyna að læra skák. Fyrsti kaflinn í henni heitir Borðið og mennirnir og fjallar sá kafli eingöngu um skákina í hnotskurn það er að segja hvernig á að leika mönnunum, hvernig þeir líta út, og þess háttar. Næsti kafli fjallar um beint takmark skákarinnar, að máta kónginn og sýnir hvernig á að máta berskjaldaðan kóng, til dæmis með tveimur hrókum, einum hrók, drottningu, og þess háttar. 3 kafli heitir Lífvarðsveit kóngsins. Frekar erfitt er að lýsa honum en meginefnið sem í honum má finna eru kóngssóknir og mátsóknir. Í 4 kafla er verið að tala um “stöðuna”, það er að segja veika reiti, opnar línur og hvernig hægt er að meta stöðuna á borðinu. Fimmti og síðasti kafli er um byrjunina, en fáar bækur hafa minnsta snefil um hana. Einnig eru æfingar í hverjum kafla sem hægt er að spreyta sig á. Ég gef þessari bók 5 stjörnur af 5 mögulegum enda nauðsynleg hverjum þeim sem ætla að læra að tefla enda gott samantak um allt helsta efnið í skákinni. Með von um að þetta verði samþykkt, kveðja, sverrsi.