Skák og mát Bókin “skák og mát”

hér ætla ég að skrifa smá grein um góða og byrjendavæna
bók, sem ég reyndar hef ekki undir fórum mér því miður.

Bókin er gefin út af Disney ( :) ) í samvinnu við fyrrverandi
(kanski núverandi, en þar sem ég man ekki nafn þessa
heimsmeistara því að það er þvílíkt langt síðan ég var með
bókina).

Hún inniheldur mjög góðar upplýsingar fyrir algera byrjendur
um manngangin, hvað hver maður heitir, og hvað þeir geta
gert. Þarna er það haft að markmiði að maður sé ekki að gera
villur vegna fáfræði, og því straks sagt frá reglum hrókeringar,
áður en maður fer að gera mistök í því, sem banna manni að
hrókera (t.d. að hreyfa hrókinn fyrst).

Einnig er manni þar sagt frá sögu skákarinnar, hvaðan
leikurinn myndaðist, hvernig o.s.frv. Sagan er rekin í grófum
dráttum, aldrei numið svo lengi á einhverju einu atriði að
manni leiðist. Bókin er stútfull af minna Andrés & co.

Manni er snemma vikið fram í gildrurnar og varnir. Þá er
manni sýnt ýmisar gildrur, allt frá aulamáti yfir í svona
*mitt-á-milli-exp-&-beginner-gildrur*. Varnirnar eru einmitt líka
til staðar ef ég man rétt, og er eitthvað sagt frá þeim.

Í bókinni er einnig að finna þrautir, þar sem eithvað dæmi er,
og maður verður að máta í einum leik. Þar eru svarmöguleikar
og hér er dæmi af þeim.

Hvert á biskubinn að fara til að máta?

a. b7
b. c8
c. d6

þó að þetta dæmi sé örugglega ekki til staðar í bókini.

Þá er sagt frá frægum leikjum, m.a. milli Napóleons og
einhvers. Þá er sýnt úrslitin, og manni kennt að lesa á
“skáktöflur” (þúst, þar sem er mynd af peði og staða fyrir og
eftir leikinn og þannig).

Efnisyfirlitið er einnig gott, og það hengur þarna alveg fremst.
Ef þú ert byrjandi farðu þá á næsta bókasafn og leygðu þessa
bók, en ég ábyrgist ekki að hún sé það skemmtileg, mér
fannst það fyrir löngu.

kv. Amon