Það má skipta skákinni í 3 parta. Sá fyrsti er byrjunin. Í henni er markmiðið að koma mönnunum út og í góðar stöður. Í miðtaflinu á að búa til góða áætlun og reyna að hafa þægilega stöðu. Í endataflinu á að nýta sér þá yfirburði sem maður fékk í byrjun og nýta þá til að vinna skákina. Hér á eftir koma nokkrar gullnar reglur um hvað má gera og hvað ekki má gera í byrjunninni.
1. Hreyfa sama manninn aldrei tvisvar(nema í undantekningartilvikum).
2. Hafa gott miðborð(vera með menn á því eða láta menn valda það).
3. Nota peðin og léttu mennina mest(riddaran og biskupin).
4. Hreyfa drottningu og hrókinn varla neitt(nema í undantakningatilvikum og hrókeringu).
5. Leika ekki af sér.
6. Nota kónginn alls ekki í byrjun

Hér koma reglur um hvað á að gera og ekki gera í miðtaflinu.
1. Hafa góða áætlun.
2. Nýta sér vel stöðuyfirburði.
3. Nota hrókinn og drottninguna sem fyrr frekar lítið en þegar fáir menn eru á borðinu má fara að nota mennina.
4. Viðhalda reglu 6. að ofan. 5. Hafa sem fyrr gott miðborð.
6. Tefla vel og leika ekki af sér.

Endataflið:
1. Byrja að leika kóngnum út þegar tíminn kemur.
2. Nota drottninguna og hrókana ef þú ert ekki búinn að skipta þeim upp.
3. Leika ekki af sér

Man ekki eftir fleiri reglum í augnablikinu en sendi þær inn ef ég man eftir þeim.
Kveðja frá sverrsa.