Flestir þekkja skákmanninn Michael Tal. Eftirfarandi kemur úrdráttur sem ég gerði um þennan fræga mann:

Árið 1936 fæddist maður í Ríga að nafni Michael Tal. Hann ólst þar upp og var þar alla skólagöngu sína sem hann lauk með háskólaprófi í bókmenntum og rússneskri tungu. Líkt mörgum ættingjum hans var faðir hans læknir en það átti ekki við Tal að feta í fótspor ættingja sinna. Hann lærði fljótt mannganginn á biðstofu pabba síns þar sem að hann horfði á sjúklinga föður síns tefla. Hann var ekkert undrabarn líkt mörgum stórmeisturum en tók fljótt hröðum framförum og árið 1952 varð hann Lettlandsmeistari í skák. Vorið 1960 tefldi hann einvígi á móti Botvinnik upp á heimsmeistartitillinn og vann hann með glæsibrag, þá aðeins 23 ára að aldri. En ári síðar endurheimti Botvinnik heimsmeistaratitillinn.
En þó hann hafi tapað honum strax aftur var hann enn á fullu í að taka þátt í mótum og meðal annars náði hann að sigra alþjóðlegt mót í Bled og þannig ætti hann að hafa náð að fá rétt til að geta aftur skorað á Botvinnik. En hann gat það ekki vegna veikinda sinna, hann hafði gengist undir nýrnauppskurð og varð að hætta í miðju móti. Eftir það gekk honum oft frekar illa á mótum, en náði inn á milli frábærum árangri þegar heilsan hans var í lagi. Hann var alltaf talin meðal bestu skákmanna heimsins, ekki síst fyrir frábæran báráttustíl hans.

Úrdráttur saminn með þökk til bókarinnar, Hvernig ég varð heimsmeistari.

Með kveðju frá sverrsa.