Skákin er ættuð frá Persíu. Fyrst á 8.öld er hægt að segja að skákin hafi verið iðkuð, og þá í Persíu. Ýmasar heimildir segja þó að skákin hafi byrjað einhverntíman fyrir Krist, í Kína, en það telja flestir vera haugalygi. Orðið skák er einmitt komið frá Persíu og á perknesku þýðir það shah sem þýðir kóngur eða höfðingi.

Á 16.öld er talið að skákin hafi verið fullþróuð eins og hún er í dag, þ.a.e.s. að manngangurinn og reglurnar hafi verið fullþróaðar.

Á miðöldum var mjög fínt að tefla og margir aðalsmenn tefldu sín á milli. Oft voru margir saman í liði á móti einum góðum og brugguðu þeir þá saman ráð til þess að klekkja á þessum eina. Sem dæmi um skákmenn á þessum tíma má nefna Napóleon Bónaparte og var hann meia að segja býsna góður. Sextáundu aldar biskupinn Ruy Lopez fann upp eina helstu byrjun nútímans sem sannar það að skákbyrjanir eru flestar ævafornar þótt að þær hafi verið betrumbættar af ýmsum mönnum. Byrjunin sem hann fann upp heitir Spænski leikurinn því að Lopez var spænskur.

Skáklíf Íslendinga er margbrotið og kunna margir landsmenn mannganginn. Talið er að það hafi verið byrjað að tefla skák hér á landi upp úr landnámi. Ýmsar heimildir eru til um það t.d. hafi fundist taflmenn í uppgröftrum og svo framvegis. Ólíkt við Evrópu voru það aðallega bændur og vinnumenn sem tefldu á þessum tímum á Íslandi. Í gamalli ferðabók sem að írskur kaupmaður átti, var þessi setning… “íslenskir bændur liggja vikum saman í rúminu og tefla skák og spila kotru og verða vinnuhjú að bera þeim drykk og mat”… dæmi nú hver fyrir sig hvort að þetta sé satt.

Árið 1972 var haldið ,,einvígi aldarinnar" í Laugardalshöll milli Bobby Fischer og Borís Spassky. Þetta einvígi kom Íslandi á heimskortið, og hafa ýmsir fræðimenn líkt þessu við leiðtogafund Gorbatsjov og Nixons í Höfða 1986. Frá einvíginu er það að segja að Fischer vann það eftir mikið japl, jaml og fuður svo ekki meira sé sagt.

Ísland hefur alltaf verið mjög sterkt í skákheiminum og á Ísland 9 stórmeistara í skák, sem er gríðarlega mikið miðað við höfðatölu. Önnur dæmi um styrk Íslands í skák eru að Ísland hefur eignast í gegnum tíðina fjóra heimsmeistara í ýmsum aldursflokkum. Þeir eru: Jón L. Árnason heimsmeistari sveina 1977, en þar vann hann meðal annars Gary Kasparov, sterkasta skákmann heims til fjölda ára; Héðinn Steingrímsson heimsmeistari barna 1987, sama ár varð Hannes Hlífar Stefánsson heimsmeistari drengja; og árið 1994 varð Helgi Áss Grétarsson heimsmeistari 20 ára og yngri.

Eins og sést hér að ofan, var Ísland á hátindi skáklífs síns milli 1980 og byrjun níunda áratugarins. Tvö mestu afrek sem Ísland hefur unnið í skákheiminum urðu einmitt á þessu tímabili.
Í Dubai 1986 náði íslenska ólympíusveitin fimmta sæti af 103. Var það glæsilegur árangur og náði sveitin m.a. jafntefli við sovésku sveitina sem var með risana tvo, Karpov og Kasparov, í fararbroddi. Hitt afrekið var frammistaða Jóhanns Hjartarsonar á árunum 1987-1988; þá vann hann marga frækna sigra, m.a. yfir hinum svissneska refi Viktor Korstnoj. Þessir sigrar gerðu það að verkum að hann komst í átta liða úrslit heimsmeistarakeppninnar þar sem hann tapaði fyrir Anatoly Karpov.
Þessi uppsveifla sem varð á 9.áratugnum leiddi af sér gríðarlegan áhuga hjá almenningi og auðvelt var að fá styrki til að halda mót og annað slíkt.

En, eins og ég sagði áður hætti þetta góða skeið Íslands í byrjun níunda áratugarins, og það er gild ástæða fyrir því. Eftir hrun ,,járntjaldsins'' flæddu sovéskir skákmenn yfir allan heiminn og menn fengu þá á mót því að það var svo ódýrt að borga þeim. Við þetta fóru íslenskir skákmenn mjög aftur úr og allur áhugi minnkaði og síðan þá hefur allt skákbatterí verið erfiðara að reka.

Heimildir; hér og þar, en allstaðar?

Ykkur er velkomið að vera ósammála, rífast í mér, grýta mig til dauða eða þaðan af eitthvað betra. Verði ykkur af því.
Admin@hp since 26. june 2003 - 10:25