Í dag var haldið skákmót í borgarleikhúsinu. Keppt var í nokkrum flokkum 1987-1989, 1990-1991, 1992-1993 og 1994 og síðar(minnir mig). Að sjálfsögðu keppti ég í flokknum 1990-1991. Þetta voru 5 umferðir og hellingur af kökkum, ég man ekki til þess að ég hafi séð jafn fjölmennt krakkamót. Í mínum flokk voru að minnsta kosti 64 krakkar. Eftir 2 umferðir tefldi ég á móti manni sem var næstum því búinn að taka af mér hrókinn en hann klúðraði öllu og tapaði skákinni. Næstur var strákur sem ég læt ógetið. Hann gerði algeng byrjunarmistök, tefldi ítalska leikinn en gerði fátt rétt. Ég vann peð fyrir ekki neitt og vann svo skákina. Eftir þessa umferð átti ég sigurinn vísann með fullt hús vinninga enda var sá næsti frekar lélegur. En á svona fjölmennu móti nægir ekki endilega að vera með fullt hús, einhver var með jafnmarga vinninga mér og ég neyddist til að deila fyrsta sæti með honum. Eftir löng verðlaunahöld var ég kallaður upp og fékk jólapakka sem ég ætlaði að gefa í jólagjöf. Loksins var mótið búið og ég fór út í kuldann með eina gjöf á milli handanna. Niðurstöður mótsins komu mér mjög á óvart enda þekkti ég fáa í verðlaunasætunum. Endilega segið frá þessu móti ef einhver var á því.
Kveðja frá sverrsa.