Mikið þoli ég ekki þessa hálfvitakeppni. Alltaf sömu innantómu og sálarlausu lögin hvert ár. Að mínu mati eru Íslendingar með lélegasta lagið í áraraðir. Þetta er meira að segja verra en fyrra lag Örlygs þarna sem ég held að semji þennan hrylling. Ég get ekki skilið, afhverju lögin eru öll svona innantóm. Það er ekki flókið að semja alvöru lag. Og söngvararnir. Að Íslendingar hafi valið þetta er náttúrulega bilun. Ég er stoltur að segja frá því að ég hef ekki horft á neina útsendingu þar sem þetta kemur við sögu. Auðvitað hafa samt fjölmiðlarnir neitt þessu í mann og sama óskhyggjubrjálæðið og hefur verið síðan ég man eftir mér…“íslendingum spáð sigri” “íslendingum spáð ofarlega á lista” blablabla ég nenni bara ekki að hlusta á þetta! Þetta er mín skoðun. Ég vona að fólk sjái sér fært að virða mína skoðun.