Mig langaði bara að benda stjórnendum þessarar síðu á að það er fyrir löngu kominn tími til að “öppdeita” dagskrársíðuna.

Ég (og eflaust fleiri) notum hana mikið til að fygjast með hvað er verið að sýna á hinum ýmsu stöðvum. En núna vantar heilmikið upp á þetta.

Sumar stöðvar hafa breytt um nöfn og sjást ekki lengur á dagskrársíðunni t.d. BBC Prime, nú BBC Entertainment.

Öðrum er búið að skipta út fyrir nýjar, t.d. Disney stöðvunum. Og svo hafa nýjar bæst við, t.d. History, en hana er ekki að finna á dagskrársíðu Huga.

Ég vona að stjórnendum takist að bæta úr þessu fljótlega, því þessi síða er sjónvarpsfíklum mjög nytsamleg ef hún er “up to date”.

(Skárinn.is er að vísu líka með dagskrársíðu, en hún er miklu klunnalegri og óþægilegri í notkun).
_______________________