Man enhver eftir Flugböngsunum sem voru sýndir á RÚV fyrir löngulöngu síðan? Ég man bara eftir þessu af því að mamma tók þetta upp fyrir mig og bróður minn. Þetta var örugglega sýnt kringum '90, líklegast e-ð eftir það.
Þetta var um einhverja bangsa með vængi sem flugu og áttu heima í osum helli. Þeir voru alltaf að bjarga skóginum sem þeir áttu heima í frá mengun, skógarhöggi og allskonar svona slæmu sem mennirnir voru að gera. Svo var einhversskonar refur? sem var óvinur þeirra sem átti einhverja hjálparhellu sem mér fannst alltaf vera eins og þvottabjörn, en ég er ekki alveg viss hvað hann var hehe
Man bara að ég eeelskaði þessa þætti svo mikið, leiðinlegt samt að ég man ekki lengur textann í theme-laginu =P
The meeting of two personalities is like the contact of two chemical substances: if there is any reaction, both are transformed.