Er einhver hér með Stöð 2 Digital Ísland (eða hvað sem þetta heitir nú)???

Ef svo er, hafiði tekið eftir einhverjum vandamálum í móttökunni síðast liðna viku eða svo?

Hjá mér hefur Stöð 2, Stöð 2+ og RÚV (þegar horft á það í gegn um afruglarann) verið öll í klessu. Myndin brotnar öll upp og hljóðið líka, þannig að hvorki er hægt að sjá myndna almennilega nema stundum í nokkrar sekúndur, og hljóðið er heldur ekki hægt að hlusta á því það dettur út oft í hverju orði og er allt bjagað.

Þetta með móttökuna hefur komið fyrir oft áður hjá mér, en alltaf á “minor” stöðvum, þ.e.a.s. einhverjum stöðvum í fjölvarpinu. Oft er eins og það hafi farið eftir veðri (sem sagt, vont verður = vond móttaka) en nú er sko ekkert búið að vera að veðrinu lengi!

Það hefur held ég aldrei komið fyrir að Stöð 2 sjálf, og hvað þá RÚV hafi verið svona slæm.

Ég hef oft hringt í Stöð 2 þjónustusímann til að spyrja um þetta/kvarta en fæ aldrei nein almennileg svör. Þeir enda alltaf á því að reyna að halda því fram að þetta sé loftnetið hjá mér, sem meikar ekkert sens af því að í fyrsta lagi bý ég beint á móti sendi, og í öðru lagi, hvers vegna er þetta þá bara STUNDUM???

Allar hinar stöðvarnar eru búnar að vera í lagi, svo mér finnst þetta mjög skrítið.

'Eg er orðin svo sick á þessu veseni að ég ætla held ég að hætta áskriftinni um næstu mán.mót, ég bara nenni ekki að standa í þessu lengur!

Any feedback???