Ok, smá reykningsdæmi sem ég gerði.

Ef maður ber saman venjulega seríu, til dæmis stargate, seríu eitt þá færðu 21 þátt, hver þáttur er 45 mínútur svo þú færð um það bil 15 klukkutíma af sjónvarpsefni fyrir um 4 þúsund krónur (fimm hundruð til eða frá, fer alveg eftir því hvar þú verslar þetta).

Ef maður tekur þetta dæmi og berð saman við næturvaktina sem er 12 þættir, hver um hálftími að lengd, semsagt sex tímar, og færð þetta á 2800 í bónus eða 3700 í hagkaup þá ertu að fá mikið minna sjónvarpsefni per krónu ef þú kaupir íslenskt, sem er með mikið mikið mikið minna production value.

Ok, til að einfalda dæmið, þú borgar um 3200kr (meðtaltal) til að kaupa næturvaktina.. En segjum að þú viljir spara og ferð í vod hlutann á skjánum og leigir hvern þátt þá kostar hver þáttur 350 krónur, það sinnum tólf gerir 4200 krónur. Svo það er ódýrara að kaupa seríuna út í búð, og fá hana þá til að horfa aftur og aftur.

Næturvaktin :
Bónus : 2800.
Hagkaup : 3700. (900 kr. dýrara en bónus)
Leigð : 4200. (500 dýrara en hagkaup, 1400 dýrara en bónus.

Stargate : 4000ish.

Svo ef þú ert virkilega desperate og langar að horfa á næturvaktina þá er bónus besti staðurinn (EKKI LEIGJA).

En ef þú villt meira bang for your buck þá geturðu keypt nánast hvaða sjónvarpsefni sem er og grætt á því.

in conclusion:
Næturvaktin er okurvara, hvernig sem maður horfir á það.
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)