(Mínar skoðanir!)
Hvað er málið? Áramótaskaupið fer versnandi með hverju ári! Það var ekki eitt atriði í ár sem fékk mig/okkur til að hlægja, ég var sú eina sem horfði á það til enda, hinir voru sofnaðir eða farnir…

Kanski er málið bara að ég bý erlendis og er ekki inní hvað er í gangi á íslandi, og fatta þá ekki ,,húmorinn´´ í þessu, efast nú samt um það!

Er ég ein um þessa skoðun?


Bætt við 3. janúar 2007 - 14:27
Jah, ok. Horfði síðan á annálinn og svo skaupið aftur. Fínt skaup bara, soldið beitt, þannig á þetta að vera:) Eina sem ég skildi ekkert í var þetta Baugsmál og fjölmiðlaffrumvarpið, var ekki viss hvort að fréttamaður væri talandi íslensku..:)

Gleymiði því fyrir ofan, var fúl yfir að hafa ekki skilið neitt:)