Það er nú ekki langt síðan Skjár Einn byrjaði að betla um peninga hjá okkur, og það var nú ekki nein smá fjárhæð sem þeir báðu um , mig minnir að það hafi verið 4280 krónur.
Allt í lagi með það eða hvað ? En þar sem þeim varð virkilega á var að þeir sögðu “ Við vitum að það er aumingjalegt að betla um peninga” Afhverju ekki bara að segja “ Við biðjum ykkur um að styrkja okkur”. Mér fannst þetta nú mjög aumingjalegt af þeim að betla um peninga, það er ekki eins og þeir auglýsi ekki nógu andskoti mikið , það eru að meðaltali 3 löng auglýsingahlé í einum Malcom In The Middle þætti ? Og í stað þess að “Betla um peninga” þá gætu stjórnendur skjásins lækkað laun starfsmanna, eða jafnvel selt þessa RÁNDÝRU bíla sem starfsmennirnir keyra um á. Og fyrst þeir myndu ætla að skera niður, hví ekki að reka Völu Matt því að við vitum öll að hún er ofboðslega leiðinleg ( það finnst mér allavegana) Og eitt að lokum ég fór í Kringluna á Laugardaginn og þá sá ég að Skjár einn væri orðinn 2 ára og það var verið að dæla Pizzum og Ísum og gosi og blöðrum í fólk, það fannst mér vera algjör hræsni að betla um peninga og eyða þeim svo í eina stóra afmælisveislu.