Ég er í smá vandræðum með að muna. Ég er að reyna að rifja upp nafn á þætti sem að var sýndur 1996-1998 (e-h í kringum þann tíma).

Það eina sem að ég man um þennan þátt er að þetta var einskonar fræðsluþáttur (fyrir yngri kynslóðina 10-15 ára krakka)

Ég man eftir mjög fáu í sambandi við þennan þátt en ég man þó eftir því að “lógó” þáttarins var einskonar auga. Í “introinu” er sýnt inní hvíta byggingu(einskonar völundarhús), allir veggir eru hvítir, “lifandi” myndir á veggjum sem að sýna inní heim náttúruvísinda, t.d. ýmis ólík dýr, náttúruhamfarir, ofl. í einhverjum parti af “intro-inu” þá stökkva “á móti þér” alskonar dýr.(fuglar, týgrisdýr, eðlur…) Þegar er komið inní miðja bygginguna þá fer myndavélin annaðhvort upp eða niður (man ekki alveg) og sýnir þetta auga. Skjárin verður að öðruleiti svartur (nema fyrir utan útlínur augans sem eru hvítar. fyrir neðan augað eru svo stafir(man ekki hvað stóð). Þátturinn er talsettur.

Man einhver eftir þessu? ég þaaaarf að muna þetta:(