Hver hefur ekki horft á amerískar sápur og þætti og fundist þær vera algjört rugl. Bróðir pabba mömmu hins deyr eftir að hafa sofið hjá ömmu sinni sem var svo kynskiptingur í leit að fjársjóð. Okey soldið ýkt en Leiðarljós er nú búið að vera í gangi í milljón ár og ennþá ná þeir þvíliku drama og flestum ef ekki öllum finnst þetta vera óraunverulegt og alveg fáranlegt. Það fannst mér líka. Þangað til ég keyrði með mömmu til Akureyrar. Þá fékk ég að heyra sannleikann um fjölskylduna mína og hann er allsvakalegur.


Amma mín sem er með alzeimer og bróðir pabba sem bjó hjá henni er þroskaheftur. Hinn bróðir pabba (köllum hann vonda bróðirinn) sá um alla svona fjárhagsleg mál hjá þeim því augljóslega gátu þau það ekki. Pabbi minn gat ekki hjálpað þar sem við búum hinum megin á landinu. Svo fyrir tveimur árum þá kemur í ljós að vondi bróðirinn hafði verið að falsa undirskriftir hjá 0mmu og bróður pabba og það endaði þannig að húsið þeirra fór á uppboð. Núna fer pabbi 1-2 norður í mánuði til að sjá um þau, fara í búð fyrir þau og allt þannig og honum brá soldið þegar vondi bróðirinn var bara alltíeinu fluttur inn til þroskahefta bróðursins. Hann var búin að skilja við konuna sína og þurfti stað til að gista á og nýtti sér það að bróðir hans er þroskaheftur. Pabbi trompaðist. Svo fretti ég líka að hin amma mín, besta kona í heimi hafði útskúfað frændsystkinum mínum og alltaf neitað að passa þau því hún var ekki sátt við mömmu þeirra, hún var ekki nógu fín fyrir hana. Hálfsystir mín er 26 ára einstæð með 3 börn, atvinnulaus og þegar hún var kasólétt yfirgaf kærastinn hennar hana og tók rúmið! :O Besti vinur pabba og yfirmaður hans rak pabba í nóvember fyrirvaralaust, trompaðist og henti honum út af skrifstofunni og er nú að kæra pabba fyrir þjófnað og er að reyna að taka af okkur húsið. (mjög flókið mál) Og fyrrverandi kona pabba fór í mál við hann því hann vildi skilja við hana og þegar pabbi byrjaði með mömmu sagði þessi kona öllum á Akureyri að mamma væri vond við börn og mamma var rekinn úr vinnunni sinni. Nú er konan alki og á bætum en hrnigir reglulega í pabba ( 18 ár síðan þau skildu takk fyrir) blindfull og segir honum hvað hann er mikill asni.


Er lífið ekki bara ein sápuópera eða er mín fjölskylda bara yfirnátturulega brengluð?




——————–