Komiði sælir Hugarar.

Ég var að byrja að horfa á nýja sci-fi þáttaröð sem heitir Battlestar Galactica. Og ég bara get ekki annað en sagt ykkur frá því hvað þetta eru góðir þættir.

Það er vísað í gömlu þættina sem voru gerðir fyrir löööngu síðan. Gerast þessir 40 árum eftir fyrsta stríðið milli manna og véla, og þegar þættirnir byrja hefur enginn séð eða heyrt frá vélunum (Cylons) síðan stríðinu lauk og samið var um vopnahlé. Verið er að breyta geimskipinu Battlestar Galactica í safn, og er það eina skipið sem eftir er af hinum upprunalegu Battlestar skipum sem þjónuðu í stríðinu.

En þó að mannkynið hafi lítið breyst á 40 árum þá hafa vélarnar þróast. Og þær hafa uppi ill áform um að hefna sín á mönnunum.

Þessir þættir eru það besta sem ég hef séð síðan “Space: Above and beyond” var sýnt á Sýn. Eða fyrsta þáttaröðin af Babylon 5 á stöð 2.

Nú er bara að vona að Rúv byrji að sýna þetta þar sem þeir eru hættir með Star Trek (hey það má alltaf vona).