Um daginn sat ég að kvöldi til á virkum degi og glápti á imbakassann (man, I just LOOOOOOOOOOVE being old fashioned) og var Jay Leno á Skjáeinum. “Hmm… Headlines, Nicolas Cage, Jennifer Tilly og hljómsveitin Live… best maður glápi á það” og svo horfði ég. Eftir eitt hléið heyrði ég “The Tonight Show Band” spila Quarashi lagið “Stick 'em up”! Mér brá væntanlega líkt og fyrir nokkrum vikum þegar myndband sem þeir töldu hollenskt var spilað í Jay Leno en það var í raun og veru íslenskt :) alltaf gaman að sjá íslenska “menningu” laumast inn á skjái kananna ;)