Ég er gjörsamlega úti að aka þegar kemur að því hvað er í sjónvarpinu og hvaða þáttur er hvað!
Það er þannig að ég næ ekki skjá 1 og ekki popp tíví…ég er ekki með stöð 2 og ekki með sýn og jheldur ekki skjá 3 eða stöð 3 eða hvað sem þessi nýja sjónvarpsstöð er kölluð :S
en já…það er eins og fólk sé farið að sogast að þessum tölvuskjáum :S ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarpið (aðalega vegna lélegrar dagrskrár á RUV) og þegar eg horfi á sjónvarpið er það í mesta lagi einn þáttur sem ég horfi á í einu og það gerist kannski tvisvar til þrisvar í viku…svo eru vinkonur mínar með sko planað fyrir hvern dag hvenær þær ætla næst að horfa á sjónvarpið. Það er sko bara dagskrá fyrir kannski 7 þætti á dag og það eru kannski 5-7 klukkutímar þá á dag :S svo fara þær að tala um The O.C. og alla þessa sjónvarpsþætti og ég botna ekkert í neinu…allt í einu eru alltaf þessir raunveruleikaþættir eins og Survivor eða eitthvað :S maður er ekki lengur inni í samræðunum þegar það kemur að sjónvarpinu sko :S er bara inn að horfa á sjónvarpið nú til dags eða? :S ég er bara ráðavilt sko :S Hvað er orðið um það að krakkar fari út að hittast til þess að fara í útileiki eða spila einhverja boltaleiki? Fólk er alveg farið að hætta að hittast vegna þess að það er svo nauðsynlegt að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu :S mér finnst að þetta mætti bæta aðeins…hvað finnst ykkur?