Ég er sucker fyrir teiknimyndum. Þær eru bara svo skemmtilegar sumar. Einsog Dexters Lab og Doug(Dúi). En hvað varð um gömlu teiknimyndirnar.

Man einhver eftir He-Man, Thundercats og Skjaldbökunum. Þetta voru geðveikir þættir. Það þarf að sýna þetta aftur. He-Man með sverðið og ljónið, að berjast við Skeletor. Thundercats man ég ekki nógu vel eftir. En þeir breyttust í ljón og ketti og það var snilld. Og Skjaldbökurnar, vá þvílík snilld. Skjaldbökur sem borða pítsu og taka kung fú spörk á Shredder. Það þarf að sýna þessa þætti og kannski einhverja aðra aftur.