Ég hef tekið eftir að sumir í skólanum eru að gagnrýna þýðingar á erlendu efni. Heiti þátta er þýtt allt öðruvísi en það væri orðrétt þýtt. Það er snilld ef það passar saman, íslenska nafnið og efni þáttarins.
Þýðingarnar eru bara snilld. Veistu, gaurarnir sem þýða sjónvarpsefni eru ekki heimskir og þýða t.d. ekki “Wire in the blood”: “Hlerunarbúnaður eða vír í blóðinu”. Þeir segja: “Illt blóð”
Og “The life of Mammals”, ekki er það þýtt: “Lífið hjá spendýrum eða Lífið af spendýrum” heldur “Lífshættir spendýra”.
Maður hugsar aðeins, hvað passar. Maður þýðir ekki alltaf bara orðrétt upp úr erlendu tungumáli.

Kveðja