Ég hef heyrt að áskriftarsjónvarpið Skjártveir sé á leið í loftið og að þar verði eins og á Skjáeinum boðið upp á fjölbreytta dagskrá, innlenda og erlenda. Svo heyrir maður að það verði jafnvel sumir af vinsælustu þáttum skjáseins færðir yfir á nýja sjónvarpið. Skjáreinn átti nú í fjárhagsvanda eins og flestir vita, auglýsingatekjurnar duguðu skammt. Hvað með annað áskriftarsjónvarp. Hvað endist það lengi? Og fyrst að aðstandendur Skjáseins ætla að gera skjátvo endar það þá ekki með því að skjáreinn fer á hausinn og eftir stendur skjártveir sem þá þarf að breyta nafninu í eitthvað annað, svo það verði lógískt. auðvitað er þetta tóm svartsýni í mér og kannski bara gott að þessi stöð verður til en ég veit samt ekki. Nú eru þegar áskriftarsjónvörpin Stöð 2, Sýn og Bíórásin, já, þetta er að verða æ meiri samkeppni. En það verður gaman að fylgjast með framvindu mála.