Ég var áðan að horfa á þáttinn Djúpa laugin þar sem að snillingarnir úr Jackass voru að taka þátt ásamt stelpunum úr Ungfrú Ísland.is eða ekki .is man ekki. Allavega þá fannst mér það fáranlegt hversu mikið þáttastjórnendurnir og stelpurnar sem voru að spyrja þá voru hneyksluð á svörunum og stælunum sem þeir voru með. Þátturinn endaði á því að stelpurnar völdu ekki neinn af þeim því að þeim líkaði ekki við attitúdið í gaurunum. Við hverju voru þær að búast? 3 gaurum með gráðu í kjarneðlisfræði sem að elska að spila golf með foreldrum sínum? Og konan sem að er þáttastjórnandinn var nú ekkert að fela viðbjóð sinn á þessum gaurum og notaði hvaða tækifæri sem að henni bauðst til að rakka þá niður. Þátturinn var nú samt drullu skemmtilegur en sú skemmtun kom öll frá þessum 3 gaurum. En allavega vildi bara fá álit hjá þeim sem að sáu þennan þátt og vona að það komi nú engar reiðar einstæðar mæður að rakka mig niður fyrir þessi skrif.
It's time to change